Ljósmyndanámskeið

Við bjóðum upp á ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur sem vilja læra vel á vélina sína og læra að taka betri myndir með Canon EOS myndavélum.

Þú mætir með vélina þína og farið er yfir allar helstu stillingar vélarinnar. Einnig er farið yfir undirstöðuatriði ljósmyndunar, tökustillingar við mismunandi aðstæður og gefin eru góð og einföld ráð til að bæta myndirnar sínar til muna.

Leiðbeinandi er Þórhallur Jónsson.

Hægt er að velja um Byrjendanámskeið (um 8 klst) eða Grunnnámskeið (um 3 klst).

Nánar á https://namskeid.pedro.is

Athugið að mörg stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði.